Fótbolti

Deilurnar við landsliðsmennina kostuðu sambandið um 200 milljónir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Byrjunarlið danska liðsins sem keppti í Slóvakíu.
Byrjunarlið danska liðsins sem keppti í Slóvakíu. Vísir/EPA
Það kostaði sitt fyrir danska knattspyrnusambandið að ná ekki samningum við A-landsliðsmenn sína síðasta haust.

Danska knattspyrnusambandið greinir frá þessu í ársskýrslu sinni og DR skrifar frétt um á heimasíðu sinni.

Deilurnar kostuðu sambandið á milli tíu til tólf milljónir danskra króna eða á milli 184 og 220 milljónir íslenskra króna.

Stór hluti kostnaðarins eru skaðabótagreiðslur til slóvakíska sambandsins vegna vináttuleiks þjóðanna.





Dönsku A-landsliðsmennirnir voru í verkfalli og Danir þurftu því að senda til leiks leikmenn úr annarri deild og futsal.

Slóvakar töpuðu talsverðum pening á því að fá ekki alvöru landslið Dana til leiks, þurftu meðal annars að lækka verðið á miðunum úr 26 evrum í 16 evrur. 6432 manns mættu á leikinn.

Danir borguðu Slóvenum 1,7 milljónir danskra króna eða 31 milljón íslenskra króna í skaðabætur.

Styrktaraðilar danska sambandsins fengu einnig tvær milljónir danskra króna í skaðabætur vegna neikvæðra áhrifa deilnanna.

Sættir náðust á endunum og landsliðsmennirnir voru mættir aftur til leiks í næsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×