Fótbolti

Fimm lönd á fimm árum í atvinnumennsku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason. Getty/Simon Hofmann
Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason er nú kominn í grísku deildina eftir að PAOK keypti hann í gær af rússneska félaginu FK Rostov.

Sverrir Ingi Ingason fór út í atvinnumennsku árið 2014 og Grikkland verður fimmta landið hans á þessum fimm árum.

Sverrir er Bliki en fór til norska félagsins Viking í byrjun ársins 2014. Sverrir spilaði aðeins eitt tímabil með Viking en fór til KSC Lokeren í Belgíu í febrúarbyrjun 2015.

Aftur var Sverir á faraldsferli í janúarglugganum þegar hann fór frá KSC Lokeren til Granada CF á Spáni í janúar 2017. Sverrir kláraði hins vegar aðeins tímabilið með spænska liðinu sem seldi hann til FK Rostov í Rússlandi í júlí 2017.

Sverrir var því á sínu öðru tímabili með FK Rostov þegar PAOK blandaði sér í málið og keypti varnarmanninn öfluga til Grikklands í gær.

Sverrir Ingi Ingason er enn bara 25 ára gamall en mun eftir fyrsta leik með PAOK hafa náð því að spila í efstu deild í sex löndum.

Sverrir Ingi skrifaði undir þriggja ára samning við gríska liðið og nú er að sjá hvort hann endist lengur þar en hjá fyrrnefndum félögum sínum í Noregi, í Belgíu, á Spáni og í Rússlandi.

Sex lönd hjá Sverri Inga og ferillinn varla hálfnaður:

Ísland - Breiðablik

Noregur - Viking FC Stavanger

Belgía - KSC Lokeren

Spánn - Granada CF

Rússland - FK Rostov

Grikkland - PAOK




Fleiri fréttir

Sjá meira


×