Enski boltinn

„Sigurdsson fer til stuðningsmanna Everton sem elska hann“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi þakkar stuðningsmönnum Everton fyri stuðninginn í kvöld.
Gylfi þakkar stuðningsmönnum Everton fyri stuðninginn í kvöld. vísir/getty
Gylfi Sigurðsson skoraði tvö af þremur mörkum Everton í 3-0 sigri liðsins á Cardiff er liðin mættust í Íslendingaslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fyrra mark Gylfa gerði hann að markahæsti íslenska leikmanninum sem hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni og tók hann þar fram úr Eiði Smára Guðjohnsen.

Gylfi hefur verið gagnrýndur á leiktíðinni fyrir leik sinn en hann hefur þó skorað ellefu mörk og er markahæsti leikmaður Everton á leiktíðinni.







Þeir stuðningsmenn Everton sem lögðu leið sína yfir til Wales í kvöld voru sáttir með Íslendinginn og sungu mikið um hann á meðan leik stóð og eftir leikinn.

Gylfi fór til þeirra eftir leikinn og þakkaði þeim stuðninginn en Adam Jones, blaðamaður á Liverpool Echo, birti skemmtilegt myndband af þessu í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×