Gylfi afgreiddi Aron og félaga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi fagnar í kvöld.
Gylfi fagnar í kvöld. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Everton er liðið vann 2-0 sigur á Cardiff á útivelli í Wales í kvöld en bæði Gylfi og Aron Einar Gunnarsson voru í eldlínunni.

Fyrra markið kom fjórum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Gylfi fékk þá góða sendingu á fjærstöngina frá Seamus Coleman eftir laglegt spil Everton og kláraði færið af mikilli yfirvegun.

Gylfi kom ekki bara Everton yfir í leiknum heldur skráði sig einnig í sögubækurnar því markið gerir hann að markahæsti Íslendingnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Gylfi var ekki hættur því hann tvöfaldaði forystu Everton á 66. mínútu. Hann fylgdi á eftir skoti Morgan Scheniderlin og þrumaði knettinum í netið.

Everton bætti við einu marki áður en yfir lauk en Dominic Calvert-Lewin batt endahnútinn á góðan sigur Everton. Lokatölur 3-0.

Gylfi spilaði allan leikinn fyrir Everton sem er í níunda sæti en Aron Einar Gunnarsson lék einnig allan leikinn fyrir Cardiff. Þeir eru í sautjánda sætinu, stigi frá fallsæti.

Brendan Rodgers, nýráðinn stjóri Leicester, var í stúkunni er Leicester vann 2-1 heimasigur á Brighton. Demoral Gray og Jamie Vardy komu Leicester í 2-0 en Davy Propper minnkaði muninn fyrir Brighton.

Þetta var fyrsti sigur Leicester síðan 1. janúar en þeir eru í ellefta sæti deildarinnar með 55 stig. Brighton er hins vegar í sextánda sætinu og eru þremur stigum frá fallsæti.

Huddersfield vann lífsnauðsynlegan sigur á Wolves, 1-0, en sigurmarkið kom í uppbótartíma. Það skoraði Steve Mounie. Huddersfield er áfram á botninum, nú ellefu stigum frá öruggu sæti en Wolves er í því áttunda.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira