Enski boltinn

Tækifæri fyrir Lukaku og Sanchez að stíga upp

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Solskjær hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli á leikmönnum að undanförnu
Solskjær hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli á leikmönnum að undanförnu vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær vonast eftir því að Romelu Lukaku og Alexis Sanchez stígi upp í liði Manchester United í ljósi þess hve marga leikmenn vantar í lið United.

Sjúkralistinn á Old Trafford er gríðarlangur en tíu leikmenn gæti vantað á móti Crystal Palace annað kvöld.

Ander Herrera, Jesse Lingard, Juan Mata, Marcus Rashford, Phil Jones, Antonio Valencia, Matteo Darmian, Nemanja Matic, Anthony Martial og Mason Greenwood eru allir á sjúkralistanum.







Solskjær sagði á blaðamannafundi í dag að unglingarnir Angel Gomes, Tahith Chong og Jimmy Garner komi allir við sögu í leiknum ásamt því að Marcos Rojo mun taka þátt en hann er að koma til baka eftir langvinn meiðsli.

Rashford gæti náð leiknum við Palace en Solskjær sagði meiðsli hans ekki eins slæm og fyrst var óttast. Það muni hins vegar ekki koma í ljós fyrr en á morgun hvort hann verður tilbúinn.

Meiðslin gefa hins vegar öðrum leikmönnum tækifæri til þess að stíga upp og Solskjær vonast eftir því að Romelu Lukaku og Alexis Sanchez nýti leikinn „sem tækifæri til þess að spila eins vel og þeir geta.“

„Þeim tveimur kemur vel saman og vonandi stíga þeir upp. Við munum mæta með gott lið úti á vellinum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×