Enski boltinn

„Shaw besti leikmaður United á tímabilinu og gæti orðið einn besti bakvörður í heimi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku og Shaw hressir á æfingu.
Lukaku og Shaw hressir á æfingu. vísir/getty
Romelu Lukaku, framherji Manchester United, segir að Luke Shaw hafi verið besti leikmaður United á tímabilinu og segir hann hafa allt í það að verða einn besti vinstri bakvörður heims.

Shaw gekk í raðir United frá Southampton átján ára gamall hefur gengið í gegnum mótlæti á Old Trafford. Hann hefur verið meiddur og fyrrum stjóri United, Jose Mourinho, spilaði Shaw ekki mikið á tímapunkti.

Á meðan Lukaku var með Belgum að ná í silfur á HM í sumar þá var Shaw í fríi þar sem hann var ekki í hóp Englendinga. Hann nýtti fríið vel og Lukaku fékk að fylgjast með.

„Við héldum sambandi í sumar og ég man eftir að hann sendi mér myndbönd af sér á hlaupabrettinu að hlaupa,“ sagði Lukaku í samtali við fjölmiðla.

„Ég var í Rússlandi á HM þegar ég fékk myndböndin og þá sá ég að þarna væri maður sem væri að koma til baka. Hann skoraði í fyrsta leiknum gegn Leicester og hefur ekki litið til baka.“

„Hann hefur verið besti leikmaður tímabilsins að mínu mati. Hann hefur verið frábær frá upphafi leiktíðarinnar.“

Lukaku hefur fylgst lengi með Shaw og segir að gæðin sem hann hafi geti skilað honum í það að verða einn besti vinstri bakvörður heims.

„Hann hefur alltaf verið með gæðin til þess að verðaa besti vinstri bakvörður í heimi, frá því ég sá hann fyrst í Southampton og þangað til nú.“

„Hann hefur átt í meiðslum en er nú að spila reglulega og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Ég vona að hann haldi þessu áfram. Hann er leikmaður á topp aldri og það er jafnvægi í hans leik. Hvað viltu meira frá honum?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×