Enski boltinn

Sigurspyrnur karla- og kvennaliðs Man. City hlið við hlið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta var frábær helgi fyrir lið Manchester City.
Þetta var frábær helgi fyrir lið Manchester City. Mynd/Samsett/Getty
Manchester City vann tvöfaldan sigur í enska deildabikarnum um helgina. Kvennaliðið vann Arsenal á laugardaginn og karlaliðið vann Chelsea í gær. Í báðum tilfellum var það vítakeppni sem réði úrslitum.

Þetta var því frábær helgi fyrir stuðningsmenn Manchester City sem hafa að nógu að taka þegar kemur að flottum myndum og myndböndum inn á miðlum félagsins.

Manchester City hefur nú meðal annars sett saman myndband á samfélagmiðla sína þar sem þeir bera saman vítaspyrnurnar sem tryggðu liðum þeirra sinn fyrsta titil á tímabilinu.

Raheem Sterling og Janine Beckie fengu það hlutverk að taka úrslitaspyrnur sinna liða og afgreiddu þær báðar í markið af öryggi eins og sjá má hér fyrir neðan.





Raheem Sterling og Janine Beckie eru bæði fædd árið 1994 og halda því upp á 25 ára afmælið sitt á þessu ári.

Þetta var fyrsti titill Janine Beckie sem Manchester City en hún kom til félagsins frá bandaríska liðinu Sky Blue FC í ágúst síðastliðnum.

Raheem Sterling hefur verið leikmaður Manchester City frá árinu 2015 og var þarna að vinna sinn þriðja titil með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×