Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Börn á ungbarnaleikskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa verið send í sóttkví vegna mislingasmits. Barnið sem greindist með mislinga smitaðist í flugi til Egilsstaða þar sem smitaður maður sem var að ferðast frá Filippseyjum var staddur. Barnið er annað barnið sem greinist með mislinga úr fluginu. Rætt verður við sóttvarnalækni um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um aðgerðaáætlun menntamálaráðherra til að fjölga kennaranemum, við fjöllum um mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun þar sem lögregla hélt úti töluverðum viðbúnaði og einnig skoðum við hvernig hægt er að gera heimatilbúinn öskudagsbúning fyrir börn sem vilja vera eins og hljómsveitin Hatari á morgun.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×