Innlent

Beint útsending: Fréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því átta starfsmenn Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar verið sendir í leyfi eða verið vikið úr starfi á síðustu tólf mánuðum vegna brota gegn skjólstæðingum. Þá hafa komið upp 62 mál þar sem talið er að starfsmenn borgarinnar hafi verið beittur alvarlegu ofbeldi eða hótunum af skjólstæðingum.

Við tökum stöðuna á kjarabaráttunni en atkvæðagreiðsla um verkfallsboðanir Eflingar, sem ná til starfsmanna margra stærstu hótela landsins og fyrirtækja í hópferðaakstri, hófst í dag.

Við skoðum tillögur Sjálfstæðismanna í borgarstjórn sem vilja lækka útsvar en flokkurinn hyggst leggja fram tillögu þess efnis á fundi borgarstjórnar.

Sóttvarnalæknir segir mislingasmit ellefu mánaða gamals barns hér á landi minna á mikilvægi þess að halda uppi góðri þátttöku í bólusetningum, sérstaklega á tímum mikillar ferðamennsku þar sem smitað fólk getur komið til landsins.

Ræðum við forstjóra heyrnar- og talmeinastöðvarinnar sem segir Íslendinga bregðast of seint við þegar heyrnin byrjar að gefa sig.

Og að sjálfsögðu kíkjum við bakaríi þarf sem viðskiptavinir sporðrenndu bollum í gríð og erg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×