Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Formaður MND félagsins gagnrýnir harðlega að ný lyf sem reynst hafa sjúklingum vel fáist ekki samþykkt og séu því ófáanleg hér á landi. Barist er fyrir því að lyfin fáist á Íslandi. Rætt verður við formann félagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en við ræðum einnig við MND-greindan mann sem getur hvorki borðað né drukkið. Hann á erfitt með mál og hreyfingu vegna sjúkdómsins er meðal þeirra sem kallar eftir betri lyfjum og rannsóknum.

Um 66% prósent barna sem rætt er við hjá sýslumanni, vegna skilnaðar eða sambúðarslita foreldra þeirra, eru þegar komin með stjúpfjölskyldu þegar leysa á úr ágreiningi hjá sýslumanni. Aðeins rúmur helmingur sáttameðferða enda með sátt foreldra.

Í fréttatímanum ræðum við við félagsráðgjafa sem segir biðlista eftir sáttameðferð vera óásættanlega því hver dagur í lífi barns skipti miklu máli.

Yfir hundrað kjarasamningar losna í lok mánaðar á opinbera vinnumarkaðnum. Viðræður vegna þeirra eru að hefjast en í fréttatímanum verður rætt við formann BSRB sem segir ólíklegt að samningar náist fyrr en ljóst verður hvernig mál fara á almenna vinnumarkaðnum.

Þá fylgjumst við áfram með leitinni að Jóni Þresti Jónssyni í Dublin og Páli Mar Guðjónssyni við Ölfusá.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar tvö og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×