Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tilkynnti í dag afsögn sína vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til þess að skapa frið um málaflokkinn.

Fréttamenn Stöðvar 2 hafa í allan dag fylgst með málinu og rætt við Sigríði, aðra ráðherra í ríkisstjórn og þingmenn í stjórnarandstöðu. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldréttum klukkan 18:30 og rýnt áfram í dóminn og réttaróvissan, sem ríkir hér á landi vegna hans, greind.

Einnig fjöllum við um Brexit, mál málanna utan úr heimi. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er komin í algeran hnút eftir að breska þingið felldi úgöngusáttmála Theresu May forsætisráðherra í gær. Nú klukkan 19 í kvöld greiðir þingið atkvæði um tillögu sem útilokar það að Bretland gangi úr sambandinu án samnings.

Við fjöllum einnig áfram um mislinga en grunur er um nýtt smit og við tökum stöðuna á Fossvogsskóla sem verið er að rýma vegna myglu.

Þéttur kvöldfréttapakki á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×