Enski boltinn

Slekkur á þráðlausa netinu svo leikmennirnir geti ekki spilað tölvuleiki

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ralph Hasenhüttl passar upp á strákana sína.
Ralph Hasenhüttl passar upp á strákana sína. vísir/getty
Ralph Hasenhüttl, knattspyrnustjóri Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, lætur slökkva á þráðlausa netinu á hótelunum sem að liðið gistir á til að koma í veg fyrir að leikmenn sínir spili það sem að hann kallar ávanabindandi töluvleiki.

Hasenhüttl gerði slíkt við sama þegar að hann stýrði RB Leipzig í þýsku 1. deildinni en hann ber suma tölvuleiki saman við áfengi og fíkniefni þegar kemur að ávanabindnandi efnum.

„Þetta er eitthvað sem hægt er að ánetjast og þess vegna þurfum við að passa leikmennina. Við þurfum virkilega að passa upp á þetta og það mun ég gera. Ég gerði þetta líka hjá síðasta félagi sem ég þjálfaði. Þar voru leikmenn að spila til þrjú á nóttunni daginn fyrir leik,“ sagði Hasenhüttl á blaðamannafundi fyrir leik Dýrlinganna gegn Brighton.

Breska götublaðið The Sun var með stóra umfjöllun í gær þar sem að talað var við ónefndan leikmann í neðri deildum Englands sem er algjörlega háður tölvuleiknum FortNite og spilar hann þrettán klukkutíma á dag.

„Við verðum að koma leikmönnunum til aðstoðar því þetta er stórt vandamál. Ef menn eru heiðarlegir sjá allir að þetta er sama vandamál og að vera háður áfengi eða víkniefnum,“ segir Hasenhüttl.

„Það sem felst í því að hjálpa þeim er að passa að þeir eyði ekki svona miklum tíma í þetta. Þess vegna lokum við á þráðlausa netið á hótunum þannig að þeir geti ekki spilað nema ákveðið mikið,“ segir Hasenhüttl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×