Fótbolti

Klúðraði Panenka-víti með stæl og liðið tapaði | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Simeon Jackson var skúrkurinn.
Simeon Jackson var skúrkurinn. vísir/getty
St. Mirren er á botni skosku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 17 stig eftir 30 leiki en það tapaði um helgina fyrir St. Johnstone sem er um miðja deild, 1-0.

Simeon Jackson, leikmaður St. Mirren, getur kennt sér að miklu leyti um þetta tap en honum datt það snjallræði í hug að taka Panenka-víti þegar að gestirnir fengu vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Það var kannski í takt við lánleysi liðsins á tímabilinu að Jackson hitti varla boltann og náði ekki að lyfta honum á mitt markið eins og ætlast er til með Panenka-vítum og var spyrnan varin.

Til að bæta gráu ofan á svart skoruðu heimamenn eftir varnarmistök St. Mirren fjórum mínútum síðar það sem varð svo sigurmarkið í leiknum.

Hér að neðan má sjá það helsta úr leiknum, þar á meðal þetta rosalega vonda víti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×