Fótbolti

Heimsótti Pelé á spítalann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pelé, Neymar og sjálfur Sepp Blatter.
Pelé, Neymar og sjálfur Sepp Blatter. vísir/getty
Brasilíski fótboltamaðurinn Neymar heimsótti landa sinn, Pelé, á spítala í París í gær.

Í síðustu viku sat Pelé fyrir svörum á blaðamannafundi í París ásamt franska ungstirninu Kylian Mbappé.

Skömmu síðar þurfti Pelé að gangast undir bráðaaðgerð vegna slæmrar þvagfærasýkingar.

Neymar og Pelé eru nánir og PSG-maðurinn gaf sér tíma til að heimsækja gamla manninn á spítalann. Og sjálfsögðu deildi hann því með heimsbyggðinni á Instagram.



 
 
 
View this post on Instagram
Rei@pele

A post shared by EneJotaneymarjr (@neymarjr) on Apr 8, 2019 at 11:33am PDT



Neymar og Pelé eru tveir af bestu brasilísku leikmönnum sögunnar. Neymar hefur leikið 96 landsleiki og skorað 60 mörk. Hann vantar 17 mörk til að jafna markafjölda Pelé sem skoraði 77 mörk í 92 landsleikjum á árunum 1957-71.

Pelé varð þrívegis heimsmeistari með Brasilíu en eini titilinn sem Neymar hefur unnið með landsliðinu er Álfukeppnin 2013.

Neymar hefur ekkert leikið með PSG síðan 23. janúar vegna ökklameiðsla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×