Enski boltinn

Jürgen Klopp vill vera hjá Liverpool í minnsta kosti þrjú ár í viðbót

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp fagnar hér einum af mörgum dramatískum sigrum Liverpool liðsins í vetur.
Jürgen Klopp fagnar hér einum af mörgum dramatískum sigrum Liverpool liðsins í vetur. Getty/Clive Brunskill
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er ekki á förum frá félaginu á næstunni ef marka má nýtt viðtal við hann í heimalandinu Þýskalandi.

Eftir frábæra frammistöðu sína með Liverpool liðið þá hefur Klopp verið orðaður við lið eins og Bayern München. Hann er ekki að fara heim til Þýskalands nærri því strax.

Í viðtali við þýska blaðið „Die Welt am Sonntag“ þá segist Jürgen Klopp vera fullkomlega sáttur á Anfield.





Jürgen Klopp er með samning til þriggja ára í viðbót. „Ég er með samning við Liverpool til 2022. Það er enginn hér að hugsa um að enda samstarfið, hvorki þeir hjá félaginu eða ég,“ sagði Jürgen Klopp.

Klopp hefur enn ekki unnið titil með Liverpool en liðið er nú á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Stuðningsmenn félagsins dreymir um langþráðan titil og þá sérstaklega að vinna ensku deildina í fyrsta sinn í 29 ár.

Fyrirsögnin á viðtali „Die Welt am Sonntag“ við Klopp vísar að vissu leyti til þess en hún er „Mitt starf er ekki búið hér“ eða á þýskunni „Ich bin hier nicht im Ansatz fertig“ eins og sjá má hér fyrir neðan.





Liverpool vann 3-1 endurkomusigur á Southampton á föstudagskvöldið og náði aftur toppsætinu af Manchester City sem á þó leik til góða. City var upptekið um helgina að tryggja sér sæti í bikarúrslitaleiknum.

Liverpool liðið endaði í áttunda sæti á fyrsta tímabili Jürgen Klopp en tók þá við liðinu af Brendan Rodgers í október. Undanfarin tvö tímabil hefur liðið síðan endaði í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Liðið hefur þó tekið stórt skref á hverju tímabili undir stjórn Klopp og komst meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir ári síðan.





Fyrsti titilinn undir stjórn Jürgen Klopp lætur aftur á móti bíða eftir sér en Liverpool liðið hefur spilað þrjá úrslitaleiki undir hans stjórn og tapað þeim öllum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×