Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um fyrirhugað námskeið European Security Academy, eða ESA, sem fara átti fram á Grand Hótel í dag og var úthýst. Á kynningarfundinum átti meðal annars að fjalla um vopnaburð og öryggisgæslu.

Skipuleggjendur hafa gagnrýnt fréttaflutning af kynningarfundinum og við ræðum við framkvæmdastjóra skólans um eðli fundarins og námsins.

Þá segjum við frá því að góður árangur hefur náðst með notkun svokallaðrar ECMO-dælu sem aðeins er nýtt í meðferð sjúklinga hérlendis með öndunar og hjartavandamál, en hún er notuð þegar öll önnur úrræði hafa verið reynd. Athygli vekur erlendis að tiltölulega lítill spítali á borð við Landspítalann geti boðið upp á svona flókna meðferð, en ástæða þess er góð menntun lækna á Íslandi.

Við segjum frá því að brýnt sé að selja flugrekstrarhlutann úr þrotabúi WOW Air sem fyrst því annars er hætta á að hann rýrni. Nokkrir hafa lýst áhuga og vonast er eftir tilboðum fljótlega.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×