Fótbolti

29 ár síðan Vialli eyðilagði Evrópudrauma Arnórs Guðjohnsen | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hið frábæra lið Sampa í leiknum. Aftari röð frá vinstri: Moreno Mannini, Gianluca Pagliuca, Srecko Katanec, Amadeo Carboni, Luca Pellegrini. Fremri röð frá vinstri: Roberto Mancini, Pietro Vierchowod, Giovanni Invernizzi, Giuseppe Dossena, Gianluca Vialli and Fausto Pari. Þjálfari var svo Vujadin Boskov.
Hið frábæra lið Sampa í leiknum. Aftari röð frá vinstri: Moreno Mannini, Gianluca Pagliuca, Srecko Katanec, Amadeo Carboni, Luca Pellegrini. Fremri röð frá vinstri: Roberto Mancini, Pietro Vierchowod, Giovanni Invernizzi, Giuseppe Dossena, Gianluca Vialli and Fausto Pari. Þjálfari var svo Vujadin Boskov. vísir/getty
Í dag eru nákvæmlega 29 ár frá afar eftirminnilegum úrslitaleik í Evrópukeppni bikarhafa þar sem Anderlecht mætti til leiks með Arnór Guðjohnsen í broddi fylkingar.

Andstæðingurinn var ítalska liðið Sampdoria sem skartaði stjörnum á borð við Gianluca Vialli, Roberto Mancini og Srecko Katanec sem spilaði með Ásgeiri Sigurvinssyni hjá Stuttgart.

Leikurinn fór fram á Ullevi-vellinum í Gautaborg. Arnór var stjarna Anderlecht-liðsins ásamt Marc Degryse. Frábært lið hjá Anderlecht á þessum tíma.

Markalaust var eftir venjulegan leiktíma en Vialli gerði út um leikinn með tveimur mörkum á 105. og 108. mínútu. Þau má sjá hér að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×