Fótbolti

Böðvar sá eini í sigurliði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Böðvar sá eini í sigurliði.
Böðvar sá eini í sigurliði. vísir/getty
Böðvar Böðvarsson lék allan tímann í vinstri bakverðinum er Jagiellonia vann 4-2 sigur á Pogon Szczecin í pólsku úrvalsdeildinni.

Böðvar og félagar voru komnir í 2-0 eftir sjö mínútur en gestirnir frá Szczecin minnkuðu munin á 21. mínútu og staðan var 2-1 í hálfleik.

Jesus Imaz skoraði annað mark sitt og þriðja mark Jagiellonia á 66. mínútu en aftur minnkaði Pogon metin. Martin Pospisil tryggði svo sigur Jagiellonia á 88. mínútu.

Jagiellonia er í fjórða sætinu með 54 stig en fjórða sætið gefur sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð.

Það var Íslendingaslagur í Noregi er Víking og Vålerenga gerðu 1-1 jafntefli í norsku úrvalsdeildinni. Bæði Samúel og Matthías spiluðu allan leikinn.

Víking eru nýliðar í deildinni en Samúel Kári og félagar eru í fimmta sætinu. Sæti ofar með stigi meira eru Vålerenga.

Andri Rúnar Bjarnason kominn inn á sem varamaður á 63. mínútu er Helsingborgs gerði 1-1 jafntefli við Djurgården. Helsingborgs er í tólfta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×