Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Isa­via mót­mælir nýrri aðfar­ar­beiðni banda­ríska flug­véla­leigu­fyr­ir­tæk­is­ins ALC sem lögð var fram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag þar sem þess er kraf­ist að farþegaþota í eigu fyr­ir­tæk­is­ins og í leigu hjá WOW air, sem nú er kyrr­sett á Kefla­vík­ur­flug­velli, verði lát­in laus. ALC lagði aðfararbeiðnina fram á þeim forsendum að búið sé að greiða skuldir þotunnar í samræmi við úrskurð héraðsdóms frá því í síðustu viku en félagið lagði 87 milljónir inn á reikning Isavia í dag. Haldið verður áfram að fjalla um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig segjum við frá því að ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Við segjum frá góðum árangri Krabbameinsfélagsins við að fá konur í skimun fyrir leghálskrabbameini og segjum frá væntanlegri olíuleit við Færeyjar.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×