Fótbolti

„Get ekkert sagt um það hvort ég muni þjálfa þessi lið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conte er væntanlega á leiðinni á heimaslóðir.
Conte er væntanlega á leiðinni á heimaslóðir. vísir/getty
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að það séu 90% líkur á því að hann finni sér nýtt félag í sumar og 60% líkur eru á því að það starf verði á Ítalíu.

Conte var rekinn frá Chelsea í júlí í fyrra eftir að hafa unnið meistaratitilinn einu ári áður en hann tók sér frí frá fótbolta þetta tímabilið.

„Það eru góðar líkur á því að ég þjálfi á Ítalíu en einnig utan Ítalíu. Það gæti einnig verið að ég taki ekki við neinu liði í sumar en lykillinn er að ég starfi hjá félagi sem leyfir mér að berjast um titla,“ sagði Conte.

„Það eru 60% líkur á því að ég verði á Ítalíu, 30% líkur á því að ég fari erlendis og 10% líkur á því að ég bíði áfram eftir rétta starfinu.“

Juventus, Inter, Roma, AC Milan og PSG hafa öll verið nefnd til sögunnar sem næsti áfangastaður Conte en hann vildi lítið sem ekkert segja um þessar sögusagnir við ítalska þáttinn Le lene.

„Ég get ekki sagt neitt um það hvort ég muni þjálfa þessa lið því það er ekkert að gerast núna. Persónulega hef ég ekki heyrt neitt frá neinu félagi en það er of snemmt að segja,“ en tímabilið í flestum deildum klárast á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×