Fótbolti

Sjáðu Gunnhildi Yrsu leggja upp sigurmarkið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Getty/Catherine Ivill
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og félagar í Utah Royals eru með fullt á toppi bandarísku deildarinnar eftir þriðja sigurinn í röð um helgina.

Utah Royals vann 1-0 sigur á Chicago Red Stars á heimavelli í 3. umferðinni en hafði áður unnið Orlando Pride og Washington Spirit.

Utah Royals hefur unnið alla þrjá leiki sína 1-0. Gunnhildur Yrsa hefur verið í byrjunarliðinu í öllum leikjunum.

Amy Rodriguez skoraði sigurmarkið á 84. mínútu í leiknum um helgina en íslenska landsliðskonan lagði markið upp. Eins og sjá má hér fyrir neðan er það baráttuvilji og útsjónarsemi hjá okkar konu sem skapaði markið.





Utah Royals liðið er með 9 stig af 9 mögulegum og er einu stigi á undan næstu liðum, North Carolina Courage og Houston Dash, sem bæði hafa leikið leik meira.

Dagný Brynjarsdóttir og félagar í Portland Thorns eru í 4. sæti með fimm stig úr þremur leikjum.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Gunnhildi á blaðamannafundi eftir leikinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×