Fótbolti

Íslensku strákarnir byrjuðu EM á sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Strákarnir fara vel af stað á Írlandi
Strákarnir fara vel af stað á Írlandi Mynd/KSÍ
Íslenska U17 ára landsliðið í fótbolta byrjaði lokakeppni EM í Írlandi á eins marks sigri á Rússum.

Íslenska liðið byrjaði leikinn vel og komst yfir eftir átján mínútna leik. Andri Fannar Baldursson tók hornspynu sem leikmaður Rússa skallaði í eigið net.

Andri Fannar var aftur á ferðinni tíu mínútum sænna þegar hann tók aukaspyrnu sem Jón Gísli Eyland Gíslason skoraði úr.

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði svo þriðja mark Íslands á 32. mínútu úr vítaspyrnu.

Ísland fór með 3-0 forystu í hálfleik.

Rússarnir náðu hins vegar að minnka muninn með tveimur mörkum á rétt um fimmtán mínútna kafla í seinni hálfleik. Ilya Golyatov átti bæði mörk Rússa.

Íslensku strákarnir héldu hins vegar út og sigldu 3-2 sigri heim.

Með Íslandi og Rússlandi í riðli eru Portúgal og Ungverjaland en þau mætast innbyrðis í kvöld. Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×