Enski boltinn

Sjáðu mörkin úr Íslendingaslagnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Everton fagna
Leikmenn Everton fagna vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson átti þátt í fyrra marki Everton gegn Burnley í Íslendingaslag í ensku úrvaldeildinni í gær.

Næstsíðasta umferð deildarinnar fór af stað í gærkvöld með leik Everton og Burnley.

Gylfi Þór átti góðan leik fyrir Everton og hann setti boltann upp fyrir Richarlison sem svo skoraði fyrsta markið úr skoti fyrir utan teig.

Seamus Coleman skoraði svo annað mark þremur mínútum seinna, Lucas Digne átti skot fyrir utan teig sem Tom Heaton vann, Coleman var fyrstur að bregðast við í teignum og stangaði boltann í netið.

Everton fékk nóg af færum en fleiri voru mörkin ekki og Everton vann 2-0 sigur.

Mörkin, og öll helstu atvik, má sjá í klippunni hér að neðan.

Everton - Burnley 2-0
Klippa: FT Everton 2 - 0 Burnley



Fleiri fréttir

Sjá meira


×