Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðalögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. Lögmenn ALC túlka niðurstöðuna á þann veg að ALC þurfi að greiða 87 milljónir króna til að fá vélina afhenta en ekki þá tvo milljarða sem er heildarskuld WOW air við Isavia. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og rætt við starfandi forstjóra Isavia. 

Einnig verður fjallað um frumvarp sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu makríls en að mati smábátaeigenda mun það fækka enn frekar þeim smábátum sem hafa möguleika á að stunda makrílveiðar.

Einnig verður segt frá mannlausu loftfari sem verður notað næstu mánuði til leitar-, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land, við verðum í beinni útsendingu frá Reykjanesbæ þar sem forsetahjónin hafa verið í heimsókn í dag og við tökum púlsinn í Hafnarfjarðarhöfn sem iðar nú af lífi enda var fyrsti veiðidagur strandveiða í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×