Fótbolti

Steven Gerrard: Rangers mun ekki standa heiðursvörð fyrir Celtic

Svona er stemningin meira á milli Rangers og Celtic.
Svona er stemningin meira á milli Rangers og Celtic. vísir/getty
Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Rangers, staðfesti á blaðamannafundi fyrir Old Firm-borgarslaginn gegn Celtic sem fram fer um helgina að leikmenn hans munu ekki standa heiðursvörð fyrir nýkrýnda meistara Celtic-liðsins.

Celtic varð skoskur meistari áttunda árið í röð um síðustu helgi þegar að liðið lagði Aberdeen, 3-0, en það getur enn orðið þrefaldur meistari. Celtic á eftir bikarúrslitaleikinn gegn Hearts 25. maí en aldrei hefur neinu liði tekist að vinna skosku þrennuna.

Það hefur færst í aukanna undanfarin ár að lið sem mæta meisturum í lokaumferðum standa heiðursvörð þegar að leikmenn meistaraliðsins ganga út á völlinn en Rangers-mönnum dettur ekki til hugar að gera það fyrir erkifjendur sína.

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá skiptir mín skoðun engu máli þar sem að félagið tók ákvörðunina. Þetta kemur mér ekki við. Ég bara fylgi því sem að yfirmenn félagsins ákveða,“ sagði Steven Gerrard á blaðamannafundinum.

Callum McGregor, miðjumaður Celtic, er lítið að velta sér upp úr þessu og segir leikmenn liðsins ekki einu sinni hafa rætt þetta í vikunni.

„Við vitum að við verðskuldum að vera meistarar og það er nóg fyrir okkur. Við þurfum ekki á klappi á bakið að halda frá öðrum liðum,“ sagði Callum McGregor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×