Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 rýnum við í skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra en skipulögð glæpastarfsemi fer vaxandi hér á landi. Í skýrslunni segir að umsvif erlendra glæpahópa hafi aukist og er talið að hundrað manna hópur tengist víðtækustu brotunum.

Við segjum frá samkomulagi stjórnvalda og atvinnulífsins sem ætla að vinna að því markmiði saman, að ná algjörri kolefnisjöfnun á Íslandi á næstu tuttugu árum.

Þá segjum við frá því að tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur í tvö ár reynt leita réttar síns vegna auðkennisþjófnaðar. Dómsmálaráðherra vill lögfesta ákvæði um auðkennisþjófnað í hegningarlög.

Þá kíkjum við í fjöruna neðan við Eiðsgranda þar sem dauða hrefnu rak að landi eftir hádegi og við skoðum níræðan þrist sem komst í sögubækurnar í Íslenskri flugsögu þar sem hann er elsta flugvél sem hefur lent hér á landi.

Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og á Vísi, í opinni dagskrá, klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×