Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs var um sjö milljörðum lakari en að var stefnt. Fall WOW Air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Með aðgerðum verður reynt að verja þá uppbyggingu sem þegar hefur verið kynnt.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Útlit er fyrir að flug um Keflavíkurflugvöll dragist saman um fjórðung og sætaframboð um tæp þrjátíu prósent frá maí til október borið saman við sama tímabil í fyrra. Isavia hefur hins vegar ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW air sem flaug þriðju hverja flugferð á síðasta ári.

Þá verður rætt við forstjóra Sjúkratrygginga Íslands um mikla fjölgun liðskiptiaðgerða erlendis og við fylgjumst með komu flugbátsins Catalinu sem lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. Hann er sá elsti sinnar tegundar og var staðsettur hér á landi í síðari heimsstyrjöldinni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×