Fótbolti

Neymar mætti á æfingu í einkaþyrlu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar kemur út úr þyrlunni.
Neymar kemur út úr þyrlunni. Getty/Buda Mendes
Brasilíska landsliðið er að undirbúa sig fyrir Copa América keppnina sem fer fram að þessu sinni fram á heimavelli í Brasilíu.

Brasilíumenn eru í riðli með Bólivíu, Venesúela og Perú en fyrsti leikurinn er á móti Bólivíumönnum 14. júní næstkomandi. Copa América verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í sumar.

Neymar missti fyrirliðaband landsliðsins á dögunum en hann er enn þá í brasilíska hópnum.

Hann var ekki spenntur fyrir að lenda í umferðarteppu á leiðinni á æfingu og mætti því í einkaþyrlunni sinni.





Þyrla Neymar er merkt „njr“ og PP-NJR eða Neymar Jr og er glæný. Hún er frá Mercedes Benz, 13,64 metra löng og 3,95 metra á hæð. Þyrlan er metin á þrettán milljónir evra jafnvirði um tæplega tveggja milljarða íslenskra króna. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Neymar býður upp á svona stjörnustæla þegar hann er að æfa með brasilíska landsliðinu.

Svo má spyrja sig af hverju gengur ekki betur hjá brasilíska landsliðinu þegar einn leikmaður liðsins fær svona sérmeðferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×