Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar
Sextán ára gömul stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi og að sögn lögmanns feðginanna sýna gögn málsins að nefndin hafi verið meðvituð um vandann árum saman án þess að hafa gert viðeigandi ráðstafanir. Barnaverndarnefnd hefur nú brugðist við og tilkynnt um kynferðislegt og líkamlegt ofbeldi til lögreglu sem grunur leikur á að stúlkan hafi orðið fyrir í gegn um tíðina.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Formenn þingflokkanna funduðu í dag um þingstörfin fram undan sem hafa tafist vegna málþófs Miðflokksmanna í umræðum um þriðja orkupakkann. Greidd verða atkvæði um þrettán mál á morgun áður en málþófið hefst sennilega aftur.

Þá verður rætt við lögregluna á Suðurnesjum sem gengur út frá því að þrír Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa reynt að flytja rúmlega sextán kíló af kókaíni til landsins séu burðardýr. Málið telst sérstaklega viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra. Einnig verður rætt við íslenska transkonu sem segist oftar en einu sinni hafa orðið fyrir árás vegna kynvitundar sinnar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×