Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir að í ár sé búið að leggja hald á sambærilegt magn af fíkniefnum og allt árið í fyrra. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en ung íslensk kona var handtekin nýverið, grunuð um að smygla inn miklu magni af MDMA

Stjórnvöld í Kína fordæmdu í dag harðlega aðgerðir mótmælenda í Hong Kong og krefjast þess að lögregla refsi mótmælendum af hörku. Aðgerðir mótmælenda hafa staðið yfir í um átta vikur gegn stjórninni í Hong Kong.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli. Fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir forystu flokksins í ríkisstjórn vegna áformanna en fjallað verður áfram um málið í fréttatímanum á eftir. Þá verður einnig rætt við héraðsdómara sem segist vera þeirrar skoðunar að Alþingi eigi að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar þingið kemur saman í lok ágúst.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×