Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar
Virkum vændisauglýsingum hefur fjölgað verulega frá áramótum á stærstu sölusíðu vændis hér á landi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þykir Reykjavík ákjósanleg fyrir sölu vændis þar sem hærra verð fáist fyrir þjónustuna hér en víða í Evrópu auk þess sem vændiskonur upplifi sig öruggari.

Enn fleiri hitamet féllu í Skandinavíu og Evrópu í dag vegna hitabylgjunnar sem nú gengur yfir. Í fréttatímanum verður rætt við veðurfræðing sem segir að Íslendingar mega vænta þess að áhrifa hitabylgjunnar muni gæta hér á landi eftir helgi.

Fjallað verður einnig um smálánastarfsemi en Neytendasamtökin vilja að stjórnvöld tryggi að þau smálán sem hafi verið veitt verði endurútreiknuð af hlutlausum aðila.

Þá tökum við púlsinn á talskonu druslugöngunnar sem fer fram á morgun.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×