Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Ásgeir Jónsson í embætti seðlabankastjóra til næstu fimm ára. Fjallað verður um skipunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við Ásgeir, sem nú starfar sem forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands.

Boris Johnson tók við embætti forsætisráðherra og kynnti nýja ríkisstjórn Bretlands í dag. Hann ítrekaði loforð sitt um að útgangan úr Evrópusambandinu verði að veruleika eigi síðar en 31. október.

Í fréttatímanum kynnum við okkur einnig aðstæður á vettvangi slyssins á Öxnadalsheiði þar sem fleiri þúsund lítrar af olíu láku úr olíuflutningabíl sem valt.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×