Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á lambahryggjum frá Fjallalambi urðu til þess að landbúnaðarráðherra vill láta endurmeta hvort þörft sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en Samtök verslunar- og þjónustu hyggjast á næstu dögum kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna málsins.

Íslenska krónan hefur styrkst um 5% á síðustu tveimur vikum. Í fréttatímanum verður rætt við forstöðumann greiningardeildar Arion banka sem segir að krónan hafi líklega átt þessa styrkingu inni.

Forsætisnefnd fjallaði um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins á fundi sínum í dag og fór yfir innsendar athugasemdir þeirra þingmanna Miðflokksins sem áttu í hlut. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið. Steinunn Þóra kveðst binda vonir við að hægt verði að gera álit siðanefndar opinbert fyrir helgi.

Í fréttatímanum hittum við einnig 21 árs göngugarp sem lýkur hringferð sinni um landið í kvöld. Gangan hefur tekið hann um um þrjátíu daga.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×