Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn í janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Einnig verður rætt við lagaprófessor um þriðja orkupakkann. Hún segir fordæmalausar og erfiðar pólitískar aðstæður skapast ef forseti myndi neita að samþykka hann, líkt og þúsundir Íslendinga hafa hvatt hann að gera. Við það færi orkupakkinn ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu en Íslendingar gætu þó áfram sett innleiðingu hans í uppnám.

Einnig verður rætt við konur sem fá ekki sjúkratryggingu nema búið sé að undanskilja taugahrörnunarsjúkdómdinn MND þar sem foreldrar þeirra hafa greinst með hann. Formaður MND félagsins segir hann ekki ættgengan og gagnrýnir vinnubrögð tryggingafélaga harðlega.

Þung umferð hefur verið á landinu í dag enda er mestu ferðahelgi landsins að ljúka. Við ræðum við lögreglu í beinni útsendingu um gang mála og kíkjum á tvíburafolöld sem komunýlega í heiminn. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×