Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. Hún upplifir að viðskiptalegir hagsmunir hafi verið teknir fram yfir líf og heilsu barnanna. Enn er óljóst hvort dóttir hennar nái sér að fullu.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Þrjátíu manns létust í tveimur aðskildum skotárásum í Bandaríkjunum í gær.  Bandaríkjaforseti hefur fordæmt árásirnar og frambjóðendur demókrata kalla eftir því að neyðarástandi sé lýst yfir, enda hafa 250 skotárásir sem þessar verði framdar í Bandaríkjunum það sem af er ári. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá verður rætt við eiganda Crossfit-stöðvar um steranotkun meðal iðkenda. Auk þess verðum við í beinni útsendingu frá hátíðarhöldum tengdum verslunarmannahelginni í Reykjavík, á Akureyri og í Vestmannaeyjum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×