Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Forsætisnefnd Alþingis staðfesti í dag þá niðurstöðu siðanefndar þingsins að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum á barnum Klaustri í nóvember í fyrra.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Tollkvóti fyrir innflutning á lambahryggjum verður ekki opnaður eins og ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lagði til við landbúnaðarráðherra í síðustu viku. Rannsókn nefndarinnar leiddi í ljós að skilyrði búvörulaga um opnun tollkvóta á erlendu lambakjöti séu ekki uppfyllt. Rætt verður við Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum.

Þá verður fjallað um vaxandi spennu í Árneshreppi vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Vinnuvélar nálgast nú jörðina Seljanes vegna vegagerðar en landeigendur hóta því að koma í veg fyrir framkvæmdirnar. Einnig verður sagt frá kappræðum demókrata sem fóru fram í gær, hringveginum sem hefur loksins verið kláraður og við fylgjumst með fyrstu þjóðhátíðargestunum streyma til Eyja.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×