Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við undirbúningi fyrir komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun. Hundruð undanfara í liði varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga og hafa meðal annars tekið á leigu tugi leigubíla.

Við segjum einnig frá því að ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti Breska þingsins samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu.

Illa gengur að koma fyrir smáhýsum fyrir heimilislausa í Reykjavík vegna andstöðu hjá nágrönnum við lóðir sem koma til greina. Efnt var til samstöðufundar fyrir heimilislausa við ráðhús Reykjavíkur í dag.

Þá segjum við einnig frá því að hundrað ár eru liðin síðan flugvél hóf sig í fyrsta skipti til flugs á Íslandi. Það gerðist þennan dag árið nítjánhundruð og nítján. Af því tilefni var afhjúpað líkan af  Avro 504K, fyrstu flugvélinni sem flaug á Íslandi.

Þetta og meira til í kvöldfréttum sem eru á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi, klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×