Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Boeing 737-MAX 8 flugvélar Icelandair verði kyrrsettar eftir hörmulegt flugslys flugvélar sömu gerðar í Eþíópíu í gær. Flugritar vélarinnar eru fundnir og vonast er til þess að þeir varpi ljósi á orsakir slyssins. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Samtök atvinnulífsins ætla að bera lögmæti verkfallsaðgerða Eflingar undir Félagsdóm enda eigi starfsfólk að mæta til vinnu en ekki sinna allri vinnuskyldu. Framkvæmdastjóri Eflingar segir boðaðar verkfallsaðgerðir hafa verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn og séu til þess fallnar að lágmarka tjón.

Við tökum stöðuna á veðrinu á Suðurlandi í fréttatímanum þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi, segjum frá stöðu Brexit-mála í Bretlandi og sýnum frá fjórðu mótmælum flóttamanna á stuttum tíma þar sem kom til stimpinga milli lögreglu og mótmælenda.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×