Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræðum við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra sem segir stjórnvöld vera tilbúin til þess að skoða sértækar aðgerðir til þess að liðka fyrir komandi kjarasamningum, til að mynda að endurskoða lánasjóð námsmanna.

Við ræðum einnig við Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra sem segir ekki við Vegagerðina að sakast að ekki sé búið að afhenta nýjan Herjólf frá skipasmíðastöðinni í Póllandi. Sigurður segir skipasmíðastöðina hafa gefið út tilhæfulausa reikninga sem ekki sé hægt að samþykkja.

Við segjum frá því að NPA miðstöðin sendi á dögunum bréf til félagsmálastjóra hjá flestum sveitarfélögum landsins þar sem þess er krafist að þau tileinki sér og aðlagi framkvæmd sína að ákvæðum reglugerðar á notendastýrðri persónulegri aðstoð.

Þá greinum við einnig frá því að gert er ráð fyrir svokölluðum „gráum degi“ í höfuðborginni á morgun og búist við að svifryk fari yfir heilsuverndarmörk. Að þeim sökum býður Strætó frítt í almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu á morgun og fólk hvatt til þess að hvíla einkabílinn.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×