Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem tryggðu Chelsea Meistaradeildarsætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
David Luiz horfir til himins eftir að hafa komið Chelsea í 2-0 gegn Watford.
David Luiz horfir til himins eftir að hafa komið Chelsea í 2-0 gegn Watford. vísir/getty
Chelsea tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili með 3-0 sigri á Watford í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

Staðan í hálfleik var markalaus en í seinni hálfleik opnuðust flóðgáttirnar. Ruben Loftus-Cheek, David Luiz og Gonzalo Higuaín skoruðu mörk Chelsea sem er í 3. sæti deildarinnar.

Manchester United kastaði möguleikanum á Meistaradeildarsæti frá sér þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við botnlið Huddersfield Town á útivelli. Scott McTominay kom United yfir en Isaac Mbenza jafnaði fyrir Huddersfield.

Arsenal á nánast enga möguleika á að ná 4. sætinu eftir 1-1 jafntefli við Brighton á heimavelli. Bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði mark Arsenal og Glenn Murray mark Brighton.

Arsenal er í 5. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Tottenham sem er í 4. sætinu. Spurs er auk þess með mun betri markatölu en Arsenal. Skytturnar geta þó alltaf náð Meistaradeildarsæti með því að vinna Evrópudeildina.

Mörkin sjö úr leikjum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni má sjá hér fyrir neðan.

Chelsea 3-0 Watford
Klippa: FT Chelsea 3 - 0 Watford
 

Huddersfield 1-1 Man. Utd.
Klippa: FT Huddersfield 1 - 1 Manchester Utd
 

Arsenal 1-1 Brighton
Klippa: FT Arsenal 1 - 1 Brighton
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×