Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Hörðustu átök í áraraðir geisa nú á milli Palestínumanna og Ísraels. Hundruðum flugskeyta hefur verið skotið frá Gasaströndinni og þeim verið svarað jafnharðan af Ísraelsher. Níu Palestínumenn og þrír Ísraelar hið minnsta hafa fallið í átökum helgarinnar.

Fatlaður maður þurfti að bíða í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli á dögunum eftir því að fá sérútbúinn hjólastól sinn afhentan eftir flug. Móðir mannsins gagnrýnir vinnubrögð Isavia á flugvellinum og segir þetta ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan þurfi að bíða lengi eftir hjólastól sonar hennar en rætt verður við mæðginin í fréttatímanum.

Við fjöllum einnig um vegaframkvæmdir í Berufirði, en þar eru framkvæmdir komnar langt fram úr fjárhagsáætlun, og segjum einnig frá því að í hverri viku gera netþrjótar tilraun til að svíkja fé út úr Póst- og fjarskiptastofnun.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×