Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Þrátt fyrir veika samningsstöðu WOW og skertan hlut stofnandans gefur aukin fjárfesting Indigo Partners í flugfélaginu góð fyrirheit að mati greinanda. Viðamiklar skilmálabreytingar séu engu að síður erfiður en um leið nauðsynlegur biti að kyngja.

Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.

Rætt verður við framkvæmdastjóra lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um átak í bólusetningum gegn mislinum sem var í dag. Gera má ráð fyrir að um eitt þúsund börn hafi verið bólusetningu í dag. Áfram verður bólusett á morgun og er enn til nóg af bóluefni.

Í dag er mánuður síðan Jón Þröstur hvarf um miðjan dag í Dyflinni. Í morgun stöðvaði írska lögreglan umferð við gatnamótin þar sem hann sást síðast í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hefðu verið varir við ferðir hans. Við verðum í beinni útsendingu frá pókermóti sem haldið er til styrktar aðstandendum Jóns Þrastar.

Þá verður rætt við almenning í Ísrael um framlag Íslands í Eurovision þetta árið. Viðmælendur könnuðust fæstir við lagið en einhverjir töldu að keppnin ætti að vera laus við alla pólitík.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×