Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Íbúar flýja úr fjölbýlishúsi í Reykjavík vegna óláta og fíkniefnaneyslu íbúa á vegum Félagsbústaða í húsinu. Brugðist var við óskum íbúanna með því að fá Securitas til að fylgjast reglulega með. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 er rætt við íbúa í húsinu og framkvæmdastjóra Félagsbústaða um málið.

Einnig verður fjallað um nýsamþykkt lög um plastbann, við segjum frá forsæti Íslands í norðurskautsráði og segjum frá nýrri skýrslu þar sem segir að réttarstaða þolenda í kynferðismálum hér á landi sé mun lakari en víðast hvar á Norðurlöndum.

Þetta og margt fleira í stútfullum fréttapakka kvöldfrétta á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×