Fótbolti

Fjórða mark Árna í þremur leikjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Árni með umboðsmanni sínum.
Árni með umboðsmanni sínum. vísir/mynd
Árni Vilhjálmsson skoraði eitt marka Chornomorets Odesa er liðið gerði 3-3 jafntefli við Arsenal Kyiv í úkraínsku úrvalsdeildinni í dag.

Árni kom Chornomorets yfir á tíundu mínútu leiksins úr vítaspyrnu en Sergiy Vakulenko jafnaði fyrir Arsenal í síðari hálfleik.

Aftur komst Chornomorets yfir en í kjölfarið fylgdu tvö mörk í röð frá Arsenal. Ruslan Babenko skoraði jöfnunarmark Chornomorets í uppbótartíma. Árni spilaði fyrstu 82 mínútur leiksins.

Leikurinn var liður í fallumspili sem Chornomorets er í en þeir eru á botninum og eru í vondum málum. Þeir eru með 22 stig en Arsenal er með 25 stig í umspilssæti, sætinu fyrir ofan þá.

Það var dramatík í Póllandi þar sem Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Jagiellonia Bialystok sem tapaði 2-1 fyrir Piast Gliwice.

Böðvar spilaði fyrstu 75 mínútur leiksins en Jagiellonia jafnaði metin á 89. mínútu úr vítaspyrnu. Sigurmark Piast kom þó í uppbótartímanum.

Jagiellonia er í fjórða sæti deildarinnar með 54 stig en Piast er í öðru sætinu með 65 stig, stigi á eftir toppliði Legia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×