Fótbolti

Fyrsta tap PSG kom gegn Lyon

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu Fekir.
Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu Fekir. vísir/getty
PSG tapaði sínum fyrsta leik í frönsku úrvalsdeildinni þetta tímabilð er liðið tapaði toppslag gegn Lyon á útivelli, 2-1.

PSG komst yfir eftir sjö mínútur. Hinn þýski Julian Draxler vann boltann á góðum stað, kom boltanum á Angel Di Maria sem kláraði færið vel.

Það var hins vegar fyrrum framherji Celtic, Moussa Dembele, sem jafnaði metin á 33. mínútu og sigurmarkið skoraði Nabil Fekir úr vítaspyrnu á 49. mínútu.

Lokatölur 2-1 sigur Lyon sem er í þriðja sæti deildarinnar með 43 stig. PSG er á toppnum með 56 stig og á tvo leiki til góða en þetta var fyrsta tap liðsins í þeim leikjum sem spilaðir hafa verið (átján sigrar - tvö jafntefli - eitt tap).












Fleiri fréttir

Sjá meira


×