Tottenham féll úr tveimur bikarkeppnum á fjórum dögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Trippier grípur um höfuð sér eftir vítaklúðrið.
Trippier grípur um höfuð sér eftir vítaklúðrið. vísir/getty
Tottenham varð ellefta úrvalsdeildarliðið til þess að falla úr enska bikarnum þetta tímabilið er liðið tapaði 2-0 gegn öðru úrvalsdeildarliði Crystal Palace í dag.

Leikið var á Selhurst Park í dag og fyrsta markið kom eftir níu mínútur en eftir vandræðagang í Tottenham barst boltinn til framherjans Conor Wickham sem ýtti boltanum yfir línuna.

Það var svo fyrrum Tottenham-maður sem tvöfaldaði forystuna fyrir Palace er hann skoraði með þrumuskoti á 34. mínútu. Fjörinu var ekki lokið í fyrri hálfleik því Kieran Trippier klúðraði vítaspyrnu fyrir Tottenham í fyrri hálfleiknum.

Fleiri urðu mörkin ekki í síðari hálfleik og Roy Hodgson er kominn með Palace í 16-liða úrslit enska bikarsins á meðan Tottenham féll úr tveimur bikarkeppnum í vikunni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira