Enski boltinn

Sokratis bætist á meiðslalistann hjá Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sokratis meiddur í leiknum á föstudagskvöldið.
Sokratis meiddur í leiknum á föstudagskvöldið. vísir/getty
Meiðslavandræði Arsenal halda áfram en nú hefur verið greint frá því að gríski varnarmaðurinn Sokratis Papastathopoulos verður frá keppni í mánuð.

Papastathopoulos fór af velli á föstudagskvöldið er Arsenal datt úr enska bikarnum eftir 3-1 tap gegn Manchester United á heimavelli en meiðslin komu í fyrri hálfleik.

Arsenal greindi svo frá því fyrr í dag að varnarmaðurinn myndi vera frá í um mánuð en hann meiddist á ökla eftir að hafa lent í samstuði við Romelu Lukaku.

Papastathopoulos var ekki eini leikmaðurinn sem meiddist í leiknum gegn Arsenal á föstudagskvöldið því franski varnarmaðurinn Laurent Koscielny fór af velli eftir að hafa fengið högg á kjálkann.

Meiðsli Koscielny eru þó ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu en fyrir á meiðslalistanum hjá Arsenal eru varnarmennirnir Hector Bellerin og Rob Holding svo það eru ekki margir varnarmenn klárir í slaginn hjá Arsenal fyrir leik vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×