Fótbolti

Inter tapaði mikilvægum stigum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það voru læti í leik kvöldsins.
Það voru læti í leik kvöldsins. vísir/getty
Inter mistókst að færa sig nær Napoli í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar er liðið tapaði 1-0 fyrir Tórínó á útivelli í kvöld.

Á 35. mínútu kom fyrsta og eina mark leiksins en þá skoraði Armando Izzo sigurmark Tórínó eftir undirbúning Cristian Ansaldi.

Það skánaði ekki ástandið hjá Inter er Matteo Politano var rekinn af velli með beint rautt spjald fjórum mínútum fyrir leikslok en lokatölur 1-0 sigur Tórínó.

Inter er því áfram í þriðja sætinu með 40 stig en er átta stigum á eftir Napoli í öðru sætinu. Þeir eru fimm stigum á undan grönnum sínum í AC Mílan sem er í fjórða sætinu með 35 stig.

Tórínó er um miðja deild en þeir eru í tíunda sætinu með 30 stig. Þeir eru þó einungis fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×