Enski boltinn

Perisic biður um sölu frá Inter: Að færast nær Arsenal?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Perisic í leik með Inter en hann gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik þar.
Perisic í leik með Inter en hann gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik þar. vísir/getty
Ivan Perisic, vængmaður Inter Milan, hefur beðið um sölu frá félaginu eftir að Inter hafnaði tilboði Arsenal í Króatann.

Arsenal á að hafa boðið í Perisic en tilboðið hljóðaði upp á lán fram á sumar með mögulega á kauprétti næsta sumar. Inter leyst ekki á það og neitaði tilboðinu.

Króatinn var ekki ánægður með það og hefur beðið um sölu frá félaginu en þetta staðfesti Guiseppe Marotta, framkvæmdarstjóri félagsins, í samtali við Sky fréttastofuna á Ítalíu.

„Við munum hlusta á tillögu Perisic en hann hefur beðið um sölu. Við reynum að ná sáttum en metum einnig verðmæti hans,“ sagði Marotta en tilboð Arsenal á að hafa hljóðað upp á um 34 milljónir punda næsta sumar.

„Það hefur verið mikið rætt um hann því hann er leikmaður sem er mjög góður. Ef einhver vill kaupa hann þá þarf að borga góðan pening fyrir hann, því við metum hann mikils,“ sagði Luciano Spalletti, þjálfari Inter.

Perisic hefur verið í byrjunarliðinu í fjórtán leikjum Inter af þeim tuttugu sem hafa verið spilaðir í ítölsku úrvalsdeildinni en hann var á bekknum er Inter mætti Tórínó í dag.


Tengdar fréttir

Perisic óskar eftir sölu frá Inter

Ivan Perisic vill komast í ensku úrvalsdeildina hið fyrsta og hefur óskað eftir að fá að yfirgefa ítalska stórveldið Inter Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×