Enski boltinn

Arsenal á eftir Perisic sem dreymir um að spila á Englandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ivan Perisic í leik með Inter.
Ivan Perisic í leik með Inter. vísir/getty
Arsenal er í viðræðum við Inter um að fá króatíska vængmanninn Ivan Perisic lánaðan út leiktíðina með mögulega á kaupum næsta sumar.

Sky Sports fréttastofan á Ítalíu greindi frá þessu en þessi 29 ára gamli leikmaður er líklegur til þess að ganga í raðir þeirra rauðklæddu í mánuðinum.

Perisic hefur skorað þrjú mörk og lagt upp fimm mörk í þeim 25 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Inter á leiktíinni en Inter er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar.

Perisic var hluti af króatíska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á HM í Rússlandi í sumar en Króatía tapaði eins og kunnugt er fyrir Frökkum í  úrslitaleiknum.

„Ég hef alltaf sagt að það það er draumur minn og í fótboltanum er allt hægt en við munum sjá hvað gerist. Núna er ég að fókusa á Inter,“ sagði Pericic í nóvember aðspurður út í ensku úrvalsdeildina.

Luciano Spalletti, stjóri Inter, segir að Perisic verði ekki seldur ódýrt í janúar á meðan Unai Emery, stjóri Arsenal, hugsar sér gott til glóðarinnar að fá Perisic á láni því Arsenal mun ekki kaupa leikmenn í janúar. Lánssamningar það eina sem er í boði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×